• Ævi og starf

    Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614 í Gröf á Höfðaströnd. Í ár er þess minnst að fjórar aldir eru liðnar frá fæðingu hans. Hann hefur líklega án þess að á nokkurn sé hallað haft hvað mest áhrif allra Íslendinga á trúarupplifun þjóðarinnar, ekki síst í gegnum Passíusálmana sem eru þjóðargersemi.

    Hallgrímur ólst upp á Hólum í Hjaltadal. Hann var vígður til prestsþjónustu á Hvalsnesi árið 1644 og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni til 1651. Það ár fluttist Hallgrímur ásamt fjölskyldu sinni í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þar orti Hallgrímur Passíusálmana og fjöld annarra sálma sem hafa lifað með íslensku þjóðinni.

    Passíusálmarnir eru þekktustu verk Hallgríms.

    Viltu lesa meira eftir Hallgrím og um hann?